Bylting í matargerð
og eldamennsku

ThermomixTM TM6:
Einfalt og aðgengilegt með nýrri tækni

Hærra hitastig

Til að brúna kjöt, steikja grænmeti eða gera unaðslegar karamellur.

Sous Vide

Sérstök sous vide stilling sem tryggir meiri mýkt

Gerjun

Heimagerð jógúrt án sykurs og aukaefna

Hægeldun

Pulled pork hefur aldrei verið betra, hárréttur tími og hitastig.

Upphitun

Ertu með afganga í ísskápnum? Hitaðu sósur, súpur, barnamat, mjólk og fleira með lágmarks fyrirhöfn.

Eggjasuða

Hvernig viltu hafa eggin þín? Fullkomin egg í hvert sinn án þess að þurfa að stilla hitastigið eða eldunartímann.

TM6 Image

Nýjar uppfærslur

Thermomix® TM6 verður snjallara með nýjum möguleikum sen bæst hafa við og nú verður enn auðveldara og skemmtilegra að útbúa holla og bragðgóða rétti:

• Myndbönd sem veita innblástur

Myndbönd sem einungis var hægt að horfa á á vefsíðu Cookidoo® eru nú aðgengileg á skjánum á TM6 vélinni þinni. Veistu ekki hvað á að vera í matinn og vantar þig hugmyndir? Leitaðu ekki lengra: myndböndin okkar munu veita þér innblástur.

• Kennslumyndbönd í uppskriftum

Thermomix® kynnir nýjan byltingarkenndan notkunarmöguleika – skref-fyrir-skref vídeóleiðbeiningar í uppskriftum. Eftir að þú hefur valið eitt af kennslumyndböndunum með uppskrift af Cookidoo® mun TM6 leiðbeina þér í gegnum ferlið skref fyrir skref á TM6 skjánum. Myndböndin eru einföld, þú getur gert hlé á þeim eða stöðvað þau hvenær sem er og þau eru þér til aðstoðar hvort sem þú er byrjandi í eldamennsku eða ert að reyna við flóknar uppskriftir.

Myndböndin spilast beint af netinu, sem þýðir að þau taka ekki geymslupláss á TM6 vélinni en það er eingöngu hægt að horfa á þau á TM6 skjánum. Byltingarkennd og snjöll nýjung í matreiðslu og eldamennsku sem þú verður að prófa!

Sparaðu tíma

Láttu Thermomix® saxa, hræra, blanda, hnoða og elda svo þú hafir meiri tíma fyrir fjölskyldu og vini.

Snjalltækni

Innbyggðar uppskriftir, wi-fi tenging, aðgangur að uppskriftabanka og sjálfvirkar uppfærslur.

Innblástur

Með aðgangi að uppskriftabankanum verður þú aldrei uppiskroppa með hugmyndir.

Gleði og ánægja

Þú getur látið Thermomix leiða þig í gegnum allar uppskriftirnar og útkoman verður alltaf ánægjuleg.

Fjölbreytni

15 notkunarmöguleikar í einni vél, samt sem áður er hún einföld í notkun.

Deilum gleðinni!