FYRIRVARI UM ÁBYRGÐ

HÖFUNDARRÉTTUR

Eldhústöfrar ehf. er eigandi alls texta, mynda og annarra upplýsinga sem birtar eru á vefsíðu þessari nema annað sé tekið fram. Varðveisla, afritun, endurvinnsla eða framsending efnis, jafnvel í útdráttum er háð skriflegri heimild Eldhústöfra ehf. VORWERK og THERMOMIX eru skráð vörumerki.

ALMENNUR FYRIRVARI

1. EFNI Á NETSÍÐUM:

Umsjónaraðili vefsíðu þessarar og höfundar bera enga ábyrgð á fréttagildi, sannleiksgildi eða gæðum veittra upplýsinga. Bótakröfur gegn umsjónaraðilum og höfundum sem byggðar eru á efnislegu eða óefnislegu tjóni vegna notkunar eða vanefnda á notkun veittra upplýsinga eða vegna notkunar á röngum eða ófullkomnum upplýsingum, eru sérstaklega útilokaðar svo fremi að ekki verði sannað að umsjónaraðili eða höfundur aðhöfðust að yfirlögðu ráði og/eða sýndu af sér stórfellda vanrækslu. Öll tilboð eru án skuldbindinga. Umsjónaraðilar og höfundar áskilja sér sérstaklega rétt til breytinga, viðbóta eða eyðingar á hlutum vefsíða eða nettilboðum í heild sinni án fyrirvara eða til að hætta birtingu tímabundið eða alfarið.

2. TILVÍSANIR OG TENGLAR:

Ef um er að ræða beinar eða óbeinar vísanir til vefsíðna þriðju aðila (tenglar) sem eru utan ábyrgðar umsjónaraðila eða höfunda, er eingöngu hægt að álykta um ábyrgð ef umsjónaraðila eða höfundum er kunnugt um efnið og ef tæknilega er mögulegt og réttmætt að koma í veg fyrir notkun á ólögmætu efni. Umsjónaraðilar og höfundar taka því sérstaklega fram að tengdar síður voru án ólöglegs efnis þegar tenging var gerð. Umsjónaraðilar og höfundar hafa engin áhrif á núverandi eða síðari hönnun eða efni tengdra síðna og aðskilja sig sérstaklega frá efni tengdra síðna sem hefur verið breytt eftir tengingu. Þessi yfirlýsing gildir um alla tengla og tilvísanir á nettilboðum sem og allar færslur þriðju aðila í gestabækur, umræðuvettvanga og póstlista umsjónaraðila. Þjónustuveitendur síðu sem vísað er til bera ábyrgð á ólögmætum, röngum eða ófullkomnum upplýsingum og þá einkum á tjóni sem verður vegna notkunar eða vanefndum á notkun slíkra veittra upplýsinga en ekki sá aðili sem vísar til viðkomandi birtinga eingöngu með tenglum.

3. HÖFUNDARRÉTTUR OG VÖRUMERKI:

Í öllum birtingum efnis kappkosta höfundar að virða höfundarrétt á notuðu myndefni, hljóðskrám, myndböndum og textum eða að nota myndefni, hljóðskrár, myndbönd og texta sem höfundar hafa sjálfir tekið saman eða eru án leyfisgjalda. Öll vörumerki og vöruheiti þriðju aðila sem nefnd eru og mögulega njóta verndar eru með fyrirvara án takmarkana um gildandi reglur um vörumerki og eignarrétt skráðra eigenda á þeim. Ekki verður ályktað að vörumerki njóti ekki verndar réttinda þriðju aðila þó nefnd séu. Höfundarréttur birtra hluta af hálfu höfunda er eingöngu hjá höfundum síðnanna. Afritun eða notkun hluta eins og teikninga, hljóða eða texta í rafrænu formi eða prentuðum útgáfum er ekki heimil án heimildar höfundar.

4. GAGNAVERND:

Ef mögulegt er að skrá persónulegar upplýsingar eða viðskiptaupplýsingar (netföng, nöfn, heimili) á þessar netsíður, gerir notandi það algerlega af sjálfsdáðum. Heimilt er að nota og greiða fyrir boðna þjónustu án þess að upplýsa slík gögn eða nota nafnlausar tengslaupplýsingar eða dulnefni, að því tilskildu að það sé tæknilega mögulegt og skynsamlegt.

5. LÖGMÆTI FYRIRVARA:

Þessi fyrirvari er hluti af vefsíðunni sem vísað er til á síðu þessari. Ef einstakir hlutar eða einstök ákvæði yfirlýsingarinnar eru ekki lögmæt eða rétt, hefur það ekki áhrif á efni og gildi annarra hluta.