Vinsamlegast lesið skilmálana gaumgæfilega. Með því að nota vefsíðu okkar og veita persónuupplýsingar samþykkir þú þessar reglur um gagnavernd.
Þegar þú heimsækir vefsíðu okkar, hefur samband við okkur, skráir þig hjá okkur eða kaupir af okkur fáum við og vinnum úr eftirfarandi upplýsingum:
Við vistum engar upplýsingar um greiðslukort og treystum því alfarið að greiðsluþjónustuaðilar okkar bjóði viðskiptavinum okkar öruggt greiðsluform.
Í sumum tilvikum verða upplýsingarnar ekki persónugreinanlegar. Engir einstaklingar verða auðkenndir með þessum tölugögnum um netatferli og netmynstur notenda.
Með því að nota vefkökuskrá sem er vistuð í netvafranum þínum eða á harða disknum í tölvunni þinni, fáum við hugsanlega upplýsingar um almenna netnotkun þína og notkun á vefsíðu okkar. Vefkökur innihalda upplýsingar sem eru færðar á harða diskinn þinn. Þær hjálpa okkur að bæta vefsvæðið okkar og bjóða betri og einstaklingsmiðaðri þjónustu. Sumar vefkökurnar sem við notum eru ómissandi fyrir virkni vefsvæðisins okkar. Vinsamlegast kynntu þér upplýsingar um vefkökurnar okkar og notkun þeirra.
Allar upplýsingar sem þú veitir okkur eru varðveittar í kerfum okkar og við getum unnið úr þeim og notað þær. Hægt er að færa þær og vista á stað innan evrópska efnahagssvæðisins þar sem hýsingarþjónar okkar eru staðsettir. Einnig er hægt að vista þær utan EES og vinna úr þeim af hálfu starfsfólks sem vinnur fyrir okkur eða viðskiptafélaga okkar eða þjónustuveitendur utan EES. Þetta starfsfólk ber ábyrgð á að vinna úr beiðni þinni, greiðsluupplýsingum og veitingu þjónustu, svo dæmi sé tekið. Með því að veita persónuupplýsingar, samþykkirðu þessar upplýsingar, varðveislu og vinnslu. Við munum kappkosta að tryggja að fyllsta öryggis sé gætt varðandi upplýsingar þínar og í samræmi við þessa friðhelgisstefnu.
Fyrir utan viðskiptafélaga okkar sem aðstoða okkur við að veita þér vörur okkar og þjónustu, verða persónuupplýsingar þínar ekki veittar þriðja aðila nema lög kveði þar á um.
Fyrir utan tilvik sem tilgreind eru eða sem lög kveða á um í þessum kafla, munum við nota greiðslukorts/reikningsupplýsingar þínar eingöngu til að vinna úr beiðni þinni og veitum þriðja aðila engar upplýsingar um greiðslukort þitt eða reikning.
Upplýsingar sem við höfum safnað eða fengið frá þér gætu verið notaðar á eftirfarandi hátt:
Vinsamlegast hakaðu í viðeigandi reit á eyðublaðinu sem við notum til að safna upplýsingum þínum ef þú óskar þess að persónuupplýsingar þínar eða upplýsingar um fyrirtæki þitt verði ekki notaðar í markaðslegum tilgangi eða til að veita þér upplýsingar um sértilboð, þriðju aðila eða aðrar upplýsingar sem við teljum að þú kynnir að hafa áhuga á.
Við kynnum að veita þriðja aðila persónuupplýsingar þínar ef:
Okkur er hugað um öryggi persónuupplýsinga þinna. Til að koma í veg fyrir óheimilan aðgang, notkun eða upplýsingar, notum við viðeigandi viðskiptahætti og starfshætti, rafræna og aðra til að vernda og tryggja öryggi upplýsinga sem við fáum á netinu. Öryggisaðferðir okkar og verklag er endurskoðað reglulega til að tryggja skilvirkni þess og uppfærslu.
Við munum gera allar réttmætar og nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja örugga meðhöndlun persónuupplýsinga þinna í samræmi við þessa friðhelgisstefnu.
Upplýsingar sem þú veitir verða varðveittar á öryggisnetþjónum okkar. Því miður er gagnamiðlun á netinu ekki fullkomlega örugg. Þótt við kappkostum að vernda persónuupplýsingar þínar getum við ekki ábyrgst öryggi allra upplýsinga sem sendar eru til vefsvæðis okkar; allar sendingar eru því á ábyrgð sendandans, þ.e. upplýsingar sem þú sendir okkur eru á þína ábyrgð.
Þér ber að gæta trúnaðar varðandi alla öryggiskóða og aðgangsorð sem við kunnum að veita þér vegna aðgangs að tilteknum hlutum vefsvæðisins (eða sem þú velur) og fara að öllum fyrirmælum okkar varðandi trúnað og öryggi slíkra upplýsinga. Vinnsla greiðsluupplýsinga hjá greiðsluþjónustuaðilum okkar fara fram gegnum öruggar greiðslusíður og er í samræmi við öryggisstaðal greiðslukortafyrirtækjanna (PCI DSS). Þú ættir að gæta þess að allar greiðslufærslur þínar fari fram í öruggu umhverfi.
Þú hefur ætíð rétt til að:
Til að svo verði skaltu haka í viðeigandi reit á eyðublaði/blöðum þar sem við söfnum gögnum þínum eða þú hefur samband við okkur með því að nota sambandshnappinn á vefsíðu okkar.
Á vefsíðu okkar verða öðru hverju tenglar til og frá vefsvæðum viðskiptafélaga okkar og öðrum þriðju aðilum sem kunna að vekja áhuga. Ef þú smellir á tengil til slíkra vefsvæða hefurðu yfirgefið vefsvæði okkar og ættir að hafa í huga að við höfum engin umráð yfir þessum vefsvæðum. Við berum enga ábyrgð á öryggi og friðhelgi upplýsinga sem þú veitir við heimsókn á slík vefsvæði. Vinsamlegast kynntu þér viðeigandi friðhelgistefnu áður en þú veitir persónugreinanlegar upplýsingar á þessum vefsvæðum.
Mögulegt er að við uppfærum þessa friðhelgistefnu öðru hverju og óskum því eftir því að þú skoðir reglulega þessa friðhelgistefnu til að þér sé ávallt kunnugt um hvernig við notum og verndum upplýsingar sem við öflum. Með því að halda áfram að nota vefsíðuna samþykkirðu uppfærslur sem við kunnum að framkvæma.